

MIG LANGAR...
að bjóða þér að koma í djúpt ferðalag í gegnum öndun þar sem þér gefst tækifæri á að vinna á stressi, streitu og kvíða, einnig gefst okkur kostur á að losa um gömul áföll og hleypa upp á yfirborðið, öðlast meiri skýrleika og verða jarðtengdari.
Við komum til með að opna dyr undirmeðvitundar í gegnum öndunina. Þar gefst okkur tækifæri til að endurforrita okkur og jafnvel losna frá gömlum neikvæðum hugsanamynstrum.
Væntanlegir viðburðir

Öndunarferðalagfim., 13. nóv.Síðumúli 6
Öndunarferðalagfim., 27. nóv.Síðumúli 6
Öndunarferðalagfim., 11. des.Síðumúli 6
Árni Gunnar
“Ég get eindregið mælt með Nirvana Öndun. Kristján frábær í alla staði og faglegur. Búið að hjálpa mér mikið við að glíma við mínar kvíðaraskanir."
Kjartan Thor Pálsson
“Ég er búinn að fara í breathwork hjá nokkrum aðilum og ég verð að segja að tímarnir hjá Kristjáni eru eitthvað annað. Hann gerir þetta svo vel og svo er hann líka svo dásamlegur drengur með rosa góða nærveru.."
Sólveig Lilja
“Ég mætti í fyrsta tímann minn í öndun hjá Kristjáni í september. Ég upplifði mikla slökun á anda sál og líkama við það að anda í þessum takti. Kristján leiðir öndunina á einstaklega góðan hátt og rýmið er öruggt og hlýlegt. Hann hefur góða nærveru og gerir þetta að notalegri stund. Slökunin með hljóðfærum í endann er virkilega róandi og það er erfitt að þurfa að stíga út úr rýminu að tímanum loknum, því afslöppunin er algjör. Ég hef mætt í öndun hjá honum tvisvar í mánuði frá fyrsta tíma og finnst gott að vera í þeirri góðu orku sem tímarnir gefa. Ég mæli eindregið með þessari upplifun og er ég alveg endurnærð á eftir..."
Ingibjörg Briem
Ég hef komið í nokkur skipti til Kristjáns í ferðalag í gegnum öndun.
Kristján hefur alveg einstaklega góða nærveru sen gerir það að verkum að ég treysti honum fullkomnlega á þessu innra ferðalagi. Hann leiðbeinir af öryggi og auðmýkt sem skapar það andrúmsloft sem ég kann svo vel að meta.
Kristján er einstakur, hann er faglegur, hefur gott innsæi og er umhugað um þá sem koma til hans.
Ferðalag í gegnum öndun hefur opnað á og losað um gamla spennu og tilfinningar sem hafa verið mér til trafala í gegnum lífið.
Ég mæli eindregið með Kristjáni fyrir þá sem leitast eftir djúpstæðum breytingum og bata í lífi sínu.
Guðbjörg Anna Jónsdóttir
"Að koma í öndun til Kristjáns er algjörlega magnað. Hann hefur einstakan hæfileika til þess að leiða okkur inn í töfraheim með öndun þar sem verður einhver dásamleg heilun. Það verður engin svikin af þessari upplifun"
Aðalheiður Vigfúsdóttur
"Ég er óendanlega þakklát fyrir dýrmæta stund. Dásamleg upplifun og einstakt tækifæri til að finna leið til að tengjast líkama og sál. Mæli eindregið með öndunarferðalagi fyrir alla. Með þinni hjálp og traustri leiðsögn er ég að finna bata og ljós"
NIRVANA
Hugtakið Nirvana á rætur í búddisma og hindúisma og vísar til fullkomins frelsis frá þjáningu, endurfæðingu og hinu jarðneska eðli tilverunnar. Það er ástand algjörs friðar, uppljómunar og lausnar frá öllum óþarfa löngunum og hugarórum.
Í búddisma er Nirvana hið endanlega markmið – þegar einstaklingur sleppir tökum á efnishyggju, eigingjörnum löngunum og blekkingum, sem veldur þjáningu (dukkha). Þegar þessi ástand er náð, hættir karma að safnast upp, og hringrás fæðinga og dauða (samsara) tekur enda.
Í hindúisma tengist Nirvana hugtakinu moksha, sem er frelsun sálarinnar frá hringrás endurfæðinga og sameining hennar við hinn guðlega veruleika.
Í vestrænni menningu er Nirvana oft notað í óformlegri merkingu, eins og þegar einhver talar um að hafa náð „fullkominni sælu“ eða „hugarró“. Það er líka þekkt nafn á hinu goðsagnakennda rokksveit Kurt Cobain.
